Carolin Giese eða Linaimages eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum hefur unnið sér inn frábæran orðstýr sem hestaljósmyndari. Við fengum hana í lið með okkur í Ljúf og ætlum að bjóða uppá námskeið í því hvernig er hægt að ná góðum myndum af hrossum.
Námskeiðið er haldið sunnudaginn 19. febrúar og tekur um 4 klst. Aðeins þarf að hafa fullhlaðinn snjallsíma með en velkomin að koma með myndavél ef það er vilji. Verð 7500 fyrir meðlimi Ljúfs. Skráning á námskeiðið er hér: https://www.sportabler.com/.../Q2x1YlNlcnZpY2U6MTU1NjM=? ![]() Félagsmönnum Ljúfs stendur til boða að nýta reiðhöll Eldhesta á þriðjudagskvöldum frá kl. 18 - 21. Skráning í opnu tímana er sett upp sem námskeið og hér er hægt að velja æfingartíma. Æfingarnar eru opnar öllu félagsmönnum og eru æfingarnar settar upp í klukkustunda æfingar. 18-19, 19-20, 20-21. Heimilt er að skrá sig í fleira en eina æfingu. Upplýsingar um ljós og aðgengi eru inná æfingartímunum. Skráningin er aðalega gerð svo hægt sé að sjá hvaða fjöldi er að mæta hvenær. Skilyrði fyrir notkun hallarinnar er að vel sé gengið um og mikilvægt er að hirða upp skít eftir hestana um leið og hann fellur til. Hjólbörur og gaffall eru til staðar. Þorramót Ljúfs verður haldið í reiðhöll Eldhesta laugardaginn 11. febrúar kl. 14:00.
Keppt verður í T7 í öllum flokkum. Skráning á mótið fer fram á Sportfeng. Skráningarfrestur rennur út 10. febrúar. Mótanefnd Sunnudaginn 29. janúar ætlar æskulýðsnefnd að hafa sunnudagskakó í Félagsheimilinu fyrir börnin í Ljúf.
Boðið verður upp á vöfflur, kakó og svo verða langþráðar jólagjafir afhentar börnunum! Skráning í sunnudagskakó er komin á Sportabler og mikilvægt er að börn staðfesti mætingu ekki seinna en í hádeginu 26. janúar (fimmtudag) svo hægt sé að áætla fjölda jólagjafa. Æskulýðsnefnd. Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs var haldinn 15. janúar 2023 í félagsheimili Ljúfs að Vorsabæjarvöllum.
Dagskrá fundarins var kosning formanns og ritara, breytingar á lögum skv. breytingatillögu sem auglýst var í fundarboði og hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var tilnefnd og samþykkt Sandra Sigurðardóttir og leiddi hún fundinn. Fundarritari var Þórunn Bjarnadóttir. Mættir voru 20 félagar og var fundurinn lýstur löglegur og rétt til hans boðað. Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2022. Reikningar voru yfirfarnir af skoðunarmönnum og samþykkti fundurinn reikningana. Talsverðar lagabreytingar voru lagðar fram, sem voru auglýstar í fundarboði. Í stuttu máli voru breytingatillögurnar samþykktar með lítilsháttar breytingum og verða nýju lögin sett inn á heimasíðu Ljúfs á næstu dögum. Sitjandi formaður og ritari buðu sig báðar fram til áframhaldandi setu í stjórn án mótframboða og voru þær því sjálfkjörnar til tveggja ára. Nicolas Gadnyi er varamaður í stjórn til eins árs og Þráinn Ævarsson var kosinn sem varamaður til tveggja ára. Stjórn Ljúfs 2023: Formaður: Ragnhildur Gísladóttir Varaformaður: Erla Björk Tryggvadóttir Gjaldkeri: Cora Jovanna Claas Ritari: Þórunn Bjarnadóttir Meðstjórnandi: Snævar Freyr Sigtryggsson Varamaður í stjórn: Þráinn Ævarsson Varamaður í stjórn: Nicolas Gadanyi Skoðunarmenn reikninga voru kosin í eitt ár Claudia Schenk og Óttar Ægir Baldursson. Nefndir Ljúfs 2023: Beitar- og mannvirkanefnd: Jóhann Ævarsson formaður, Erla Björk Tryggvadóttir, Jón Guðlaugsson Nielsen, Óttar Ægir Baldursson, Sabine Bernholt, Þráinn Ævarsson, Ægir Guðmundsson. Ferða, skemmti- og fræðslunefnd: Astrid Jóhanna Kristinsdóttir formaður, Erla Björk Tryggvadóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Snævar Freyr Sigtryggsson. Mótanefnd: Erla Björk Tryggvadóttir formaður, Linda Sif Brynjarsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir. Reiðveganefnd: Claudia Schenk formaður, Arnar Bjarki Árnason, Cora Jovanna Claas, Nicolas Gadanyi. Æskulýðsnefnd: Margrét Polly Hansen formaður, Karin Pálsson, Lovísa Bragadóttir, Mikkalína Mekkín Gísladóttir. Reiðhallarnefnd: Heiðrún Halldórsdóttir formaður, Astrid Jóhanna Kristinsdóttir, Kristín Hanna Bergsdóttir, Lovísa Bragadóttir, Snævar Freyr Sigtryggsson, Þórunn Bjarnadóttir. Stjórn lagði fram þá tillögu að hafa trúnaðarmann barna í félaginu sem börn og foreldrar barna innan félagsins geti leitað til. Leitaði stjórn til Ernu Ingvarsdóttur sem samþykkti að vera trúnaðarmaður Ljúfs. Upplýsingar um hlutverk trúnaðarmanns og hvernig hægt er að hafa samband við Ernu verða settar á heimasíðu Ljúfs. Fundargerð aðalfundar mun koma inn á heimasíðuna á næstu dögum. Kæru félagsmenn.
Við viljum minna á aðalfund félagsins á morgun, sunnudaginn 15 janúar klukkan 14:00 félagsheimili Ljúfs. Dagskrá fundarins:
Bestu kveðjur, Stjórn Hmf. Ljúfs ATHUGIÐ: Við þurfum því miður að fresta ljósmyndanámskeiðinu vegna veðurs sem spáð er laugardaginn 21 janúar. Við munum setja inn nýja auglýsinu þegar við höfum fengið nýja dagsetningu frá Carolin. Carolin Giese eða Linaimages eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum hefur unnið sér inn frábæran orðstýr sem hestaljósmyndari. Við fengum hana í lið með okkur í Ljúf og ætlum að bjóða uppá námskeið í því hvernig er hægt að ná góðum myndum af hrossum.
Námskeiðið er haldið laugardaginn 21.janúar og tekur um 4 klst. Aðeins þarf að hafa fullhlaðinn snjallsíma með en velkomin að koma með myndavél ef það er vilji. Verð 7500 fyrir meðlimi Ljúfs. Skráning á námskeiðið er hér: https://www.sportabler.com/.../Q2x1YlNlcnZpY2U6MTU1NjM=? Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs
Verður haldinn í Félagsheimili Ljúfs, sunnudaginn 15. janúar 2023 kl. 14:00. Dagskrá fundarins:
Bestu kveðjur, Stjórn Hmf. Ljúfs Litlu-jól og gjafaafhending æskulýðsdeildar Ljúfs verður í félagsheimilinu mánudaginn 19. desember frá 17:00 - 19:00.
Jólatónlist, kakó og piparkökur verða í boði. Vonandi sjá öll börn í félaginu sér fært að mæta, þiggja gjöf og eiga samverustund saman. Viðburður á Facebook Æskulýðsnefnd |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: h.ljufur@gmail.com |