Firmakeppni Ljúfs verður haldin Föstudaginn 16 júní nk. á Vorsabæjarvöllum
Keppnin hefst kl. 18:00 með hefðbundinni dagskrá. Dagskráin verður sem hér segir:
Skráning fer fram á staðnum kl 17:00. Mótsnefnd Ljúfs Hestamannafélagið Geysir hélt opið WR íþróttamót á Rangárvöllum 25. - 29. maí. Ljúfur átti þrjá efnilega keppendur á mótinu í barna- og ungmennaflokki: Aníta Liv Snævarsdóttir varð í 10. sæti í forkeppni í Fjórgangi V2 Barnaflokki á Glóð frá Hveragerði. Hrafnhildur Þráinsdóttir varð í 9. sæti í forkeppni í Fjórgangi V2 Barnaflokki á Öskju frá Efri-Hömrum. Stelpurnar lentu í roki og rigningu á föstudeginum og gerðu vel í erfiðum aðstæðum. Hrafnhildur keppti líka á Öskju í T3 Barnaflokki og varð í 5. sæti í forkeppni í fínu veðri á laugardeginum og kláraði mótið á mánudegi í 6. sæti í A-úrslitum. Jónína Baldursdóttir keppti á Klerk frá Kópsvatni í T1 Ungmennaflokki og varð í 6. sæti í forkeppni en vann sig upp í 4. sæti í A-úrslitum. Við óskum þessum flottu knöpum til hamingju! Virkilega gaman að sjá og heyra af Ljúfsfélögum á keppnisbrautinni. Myndir eru af Facebook síðu Hestamannafélagsins Geysis.
Sólborgarlandið opnar 1. júní til beitar fyrir félagsmenn Ljúfs.
Beitarhólfið er einungis ætlað fyrir hesta sem á ekki að brúka. Skeifur eru bannaðar í hólfinu! Þeir félagar sem ætla að nýta sér hólfið sæki um og skrái upplýsingar um eiganda og hesta á beit.ljufur@gmail.com. Allar nánari upplýsingar veita Erla 695-5664 og Ægir 857-9141. Kveðja, Beitarnefnd Sumarreiðnámskeiðin hjá Ljúfi verða haldin vikurnar:
12-16. júní kl 17-18 (fyrir óvana) og 18-19 (fyrir þau sem hafa verið á námskeiði áður). 26-30. júní kl 16-17 (fyrir óvana) og 17-18 (fyrir þau sem hafa komið á námskeið áður). Námskeiðin eru ætluð börnum fæddum 2011-2017 og verða hjá Coru á Bjarnastöðum í Ölfusi og sér hún um að skaffa hesta og reiðtygi. Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri, í þægilegum buxum og mikilvægt að vera í uppháum skóm eða stígvélum. Öll börn í Hveragerði og Ölfusi velkomin. Námskeiðið kostar 12.000 kr og skráning fer fram inni á sportabler. Æskulýðsnefnd Námskeið fyrir alla krakkana með Þórdísi Önnu Gylfadóttur. Námskeiðið er tvískipt, skipt er í hópa f.h eftir aldri og getu, en svo er þrautabraut og fjör eftir hádegið.
Pylsur og gleði í hádeginu. Áætlað er að hver komi með sinn hest. Skráning á Sportabler
ATH Mótinu er frestað vegna veðurs (spái mikilli rignu og roki á fimmtudaginn). Ný dagskrá auglýst fljótlega.
Firmakeppni Ljúfs verður haldin Fimmtudaginn 18 maí nk. á Vorsabæjarvöllum Keppnin hefst kl. 15:00 með hefðbundinni dagskrá. Dagskráin verður sem hér segir:
Skráning fer fram á staðnum kl 13:00. Mótsnefnd Ljúfs Laugardaginn 29/04 verður hinn árlegi hreinsunar- og girðingadagur Ljúfs í dalnum.
Mæting við félagsheimilið kl.13:00. Öll hjálp vel þegin. Kveðja, Beitar- og mannvirkjanefnd. Við minnum á að borga þarf árgjald Ljúfs fyrir 15. apríl.
Þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið falla út af félagaskrá og geta ekki tekið þátt í viðburðum Ljúfs eða sótt um beitarhólf. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: h.ljufur@gmail.com |