Sumarreiðnámskeið á Bjarnastöðum sumarið 2024
Námskeiðin eru ætluð börnum fædd 2018 og fyrr. Hestamannafélagið Ljúfur vill styðja við hestamennsku í heimabyggð og býður upp á 15% niðurgreiðslu á sumarnámskeiðum hjá Reiðskólanum á Bjarnastöðum fyrir börn með búsetu í Hveragerði og Ölfusi (þetta gildir eingöngu fyrir eitt námskeið á barn og barnið þarf að vera með heilsársbúsetu á svæðinu). Á byrjendanámskeiðum læra börnin uppistöðuatriði hestamennskunnar. Þau sjá um að sækja sinn hest út í gerði, greiða þeim og kemba, leggja á og læra að stjórna hestinum sjálf. Markmiðið er að allir nái nægilegri færni til að geta farið í reiðtúr fyrir lok námskeiða. Á námskeiði 3 byggjum við ofan á það sem börnin hafa lært áður og förum dýpra í hlutina. Hestamennska er langhlaup og erum við aldrei búin að læra allt. Námskeið 5 er fyrir börn sem hafa farið á námskeið hjá okkur áður og eru óhrædd við að fara á brokk. Útreiðar og kennsla í bland en þó mest riðið út. Reiðkennari á öllum námskeiðum er Cora Claas, útskrifaður Reiðkennari, þjálfari og tamningamaður frá Hólum árið 2009. Hún hefur rekið Reiðskólann á Bjarnastöðum síðan 2020 og hefur haldið bæði sumar- og vetrarnámskeið. Cora hefur stöðugt viðhaldið og bætt við sig þekkingu með því að sækja námskeið á vegum FEIF, FT, LH og með því að sækja sjálf reiðkennslu hjá fremstu knöpum og þjálfurum landsins. Námskeið 1, Byrjendur (lítil sem engin reynsla) 3. - 7. júní 2024 5 dagar - Dagur 1 eftir skólaslit kl 13-15 Hinir dagar kl 9 - 11 - 26000kr Námskeið 2, Byrjendur (lítil sem engin reynsla) 3. - 7. júní 2024 5 dagar - Dagur 1 eftir skólaslit kl 15-17 Hinir dagar kl 11 - 13 - 26000kr Námskeið 3, Lengra komin (fyrir þá sem hafa farið á amk 2 námskeið og eru nokkuð örugg) 10. - 14. júní 2024 5 dagar - kl 9 - 12 - 37500kr Námskeið 4, Byrjendur (lítil sem engan reynsla) 10. - 14. júní 2024 5 dagar - kl 13 - 15 - 26000kr Námskeið 5, Útreiðanámskeið fyrir vön börn 24. - 28. júní 2024 5 dagar - kl 10 - 14 - 45000kr Öll börnin þurfa að mæta í uppháum skóm eða stígvélum, með buff og fingravettlinga og klædd eftir veðri. Hafið auka peysu og nesti með! Það eru takmörkuð pláss í boði, fyrsti kemur fyrsti fær. Til að skrá barn vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] með eftirfarandi upplýsingum: Nafn barns Kennitölu barns Heimabyggð barns Nafn foreldri/forráðamaður Kennitala foreldri/forráðamaður Símanúmer Upplýsingar um getu barns/ofnæmi eða annað sem gæti skipt máli. Fljótlega eftir skráningu verður sendur út staðfestingarpóstur ásamt upplýsingum um greiðslu og nánari upplýsingar fyrir námskeið. Takmarkaður fjöldi kemst að. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |