Þórdís Anna Gylfadóttir hélt reiðnámskeið fyrir Ljúfskrakka sem eru aðeins orðin vön í Eldhestum þann 28. apríl síðastliðinn.
Kennslan var í formi leikja og þrauta og óhætt er að segja að gleðin hafi ráðið ríkjum á þessu flotta námskeiði. Gaman var að sum barnanna komu með eigin hesta en fyrir þau börn sem ekki hafa aðgang að hestum þá lánuðu Eldhestar okkur frábæra barnahesta. Bestu þakkir til Þórdísar Önnu og Eldhesta. Æskulýðsnefnd. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |