Það var gaman að sjá hversu vel var mætt þegar æskulýðsnefnd Ljúfs bauð upp á að teyma undir börnum á 17. júní! Þar fengu margir að koma á bak í fyrsta skipti og að kynnast hestunum. Til að börnin nái að njóta sín til fullnustu þurfa reiðskjótarnir að passa verkefninu og við viljum þakka Sólhestum, sem eru komin með hestaleigu upp í hesthúsahverfi, fyrir að lána okkur hesta í teymingarnar. Og ekki má gleyma duglegu krökkunum sem aðstoðuðu líka við að teyma börnin. Skrúðganga Það er hefð að Ljúfsfélagar leiði skrúðgönguna með fánareið í Hveragerði á 17. júní. Þetta getur verið krefjandi verkefni fyrir hrossin, en bæði knapar og hestar stóðu sig með prýði og voru glæsilegir fulltrúar Ljúfs. Beitarhólf í Dalnum opna laugardaginn 15. júní fyrir þá félagsmenn sem fengu úthlutað hólfum þar.
Það er mismikil spretta í hólfunum og við viljum biðja um að tekið verði tillit til þess. Það má einnig beita rennuna með því að setja upp línur til að gera hólf beint út frá sínu hólfi. Ef hrossin hafa verið á húsi og ekki fengið að bíta gras þá er gott að takmarka tímann hjá þeim á grasinu til að byrja með á meðan þau aðlagast beit á grængresi til að forðast of snöggar fóðurbreytingar. Hér eru reglur um beit í Dalnum: Beit í Dalnum:
Bestu kveðjur, Beitarnefnd [email protected] Beitarhólf í Fjallstykki og á Sólborgarlandi opna til beitar laugardaginn 8. júní.
Umsækjendur hafa fengið tölvupóst um úthlutun hólfa. Opnun randbeitarhólfa ásamt öðrum hólfum í Dalnum verður auglýst síðar en ekki er alveg tímabært að opna þar. Fjallstykki er einungis til notkunar fyrir þá félagsmenn sem hafa fengið úthlutað randbeitarhólfum í Dalnum. Þetta hólf er til að nota í stuttan tíma í einu en er ekki geymsluhólf til lengri tíma. Við minnum á að í Sólborgarlandi eru skeifur bannaðar. Það er mikilvægt að skrá hesta inn og út úr hólfunum og senda skal tölvupóst á [email protected]. Bestu kveðjur, Beitarnefnd Gæðingamót og fyrri úrtaka fyrir Landsmót hjá Ljúf, Sleipni, Háfeta og Hendingu fer fram
dagana 7. - 9. júní að Brávöllum á Selfossi. Fyrri umferð fer fram á föstudeginum 7. júní og seinni umferð á laugardeginum 8. júní. Úrslit fara fram á sunnudeginum 9. júní. Aðeins mun fyrri úrtaka gildir til úrslita. Skráning í seinni umferð hefst strax á föstudeginum og stendur til miðnættis. Áhugamannaflokkur gildir ekki til þátttöku á landsmóti. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi verið skráð til keppni í fyrri umferð. Um úrtöku gilda reglur LH um gæðingakeppni. Skráning er opin og stendur fram að miðnætti mánudagsins 3. júní. Viðburður mótsins á Facebook Firmakeppni Ljúfs verður haldin Laugardaginn 25 maí nk. á Vorsabæjarvöllum
Keppnin hefst kl. 11:00 með hefðbundinni dagskrá. Dagskráin verður sem hér segir:
Skráning fer fram á staðnum milli 9:00-10:00, ekkert skráningargjald fyrir skuldlausa félagsmenn. Mótsnefnd Ljúfs Sumarreiðnámskeið á Bjarnastöðum sumarið 2024
Námskeiðin eru ætluð börnum fædd 2018 og fyrr. Hestamannafélagið Ljúfur vill styðja við hestamennsku í heimabyggð og býður upp á 15% niðurgreiðslu á sumarnámskeiðum hjá Reiðskólanum á Bjarnastöðum fyrir börn með búsetu í Hveragerði og Ölfusi (þetta gildir eingöngu fyrir eitt námskeið á barn og barnið þarf að vera með heilsársbúsetu á svæðinu). Á byrjendanámskeiðum læra börnin uppistöðuatriði hestamennskunnar. Þau sjá um að sækja sinn hest út í gerði, greiða þeim og kemba, leggja á og læra að stjórna hestinum sjálf. Markmiðið er að allir nái nægilegri færni til að geta farið í reiðtúr fyrir lok námskeiða. Á námskeiði 3 byggjum við ofan á það sem börnin hafa lært áður og förum dýpra í hlutina. Hestamennska er langhlaup og erum við aldrei búin að læra allt. Námskeið 5 er fyrir börn sem hafa farið á námskeið hjá okkur áður og eru óhrædd við að fara á brokk. Útreiðar og kennsla í bland en þó mest riðið út. Reiðkennari á öllum námskeiðum er Cora Claas, útskrifaður Reiðkennari, þjálfari og tamningamaður frá Hólum árið 2009. Hún hefur rekið Reiðskólann á Bjarnastöðum síðan 2020 og hefur haldið bæði sumar- og vetrarnámskeið. Cora hefur stöðugt viðhaldið og bætt við sig þekkingu með því að sækja námskeið á vegum FEIF, FT, LH og með því að sækja sjálf reiðkennslu hjá fremstu knöpum og þjálfurum landsins. Námskeið 1, Byrjendur (lítil sem engin reynsla) 3. - 7. júní 2024 5 dagar - Dagur 1 eftir skólaslit kl 13-15 Hinir dagar kl 9 - 11 - 26000kr Námskeið 2, Byrjendur (lítil sem engin reynsla) 3. - 7. júní 2024 5 dagar - Dagur 1 eftir skólaslit kl 15-17 Hinir dagar kl 11 - 13 - 26000kr Námskeið 3, Lengra komin (fyrir þá sem hafa farið á amk 2 námskeið og eru nokkuð örugg) 10. - 14. júní 2024 5 dagar - kl 9 - 12 - 37500kr Námskeið 4, Byrjendur (lítil sem engan reynsla) 10. - 14. júní 2024 5 dagar - kl 13 - 15 - 26000kr Námskeið 5, Útreiðanámskeið fyrir vön börn 24. - 28. júní 2024 5 dagar - kl 10 - 14 - 45000kr Öll börnin þurfa að mæta í uppháum skóm eða stígvélum, með buff og fingravettlinga og klædd eftir veðri. Hafið auka peysu og nesti með! Það eru takmörkuð pláss í boði, fyrsti kemur fyrsti fær. Til að skrá barn vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] með eftirfarandi upplýsingum: Nafn barns Kennitölu barns Heimabyggð barns Nafn foreldri/forráðamaður Kennitala foreldri/forráðamaður Símanúmer Upplýsingar um getu barns/ofnæmi eða annað sem gæti skipt máli. Fljótlega eftir skráningu verður sendur út staðfestingarpóstur ásamt upplýsingum um greiðslu og nánari upplýsingar fyrir námskeið. Takmarkaður fjöldi kemst að. Öll randbeitarhólf í Dalnum eru upp-pöntuð.
Þeir sem sækja um héðan í frá fara á biðlista. Beitarnefnd Þórdís Anna Gylfadóttir hélt reiðnámskeið fyrir Ljúfskrakka sem eru aðeins orðin vön í Eldhestum þann 28. apríl síðastliðinn.
Kennslan var í formi leikja og þrauta og óhætt er að segja að gleðin hafi ráðið ríkjum á þessu flotta námskeiði. Gaman var að sum barnanna komu með eigin hesta en fyrir þau börn sem ekki hafa aðgang að hestum þá lánuðu Eldhestar okkur frábæra barnahesta. Bestu þakkir til Þórdísar Önnu og Eldhesta. Æskulýðsnefnd. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |