Það var gaman að sjá hversu vel var mætt þegar æskulýðsnefnd Ljúfs bauð upp á að teyma undir börnum á 17. júní! Þar fengu margir að koma á bak í fyrsta skipti og að kynnast hestunum. Til að börnin nái að njóta sín til fullnustu þurfa reiðskjótarnir að passa verkefninu og við viljum þakka Sólhestum, sem eru komin með hestaleigu upp í hesthúsahverfi, fyrir að lána okkur hesta í teymingarnar. Og ekki má gleyma duglegu krökkunum sem aðstoðuðu líka við að teyma börnin. Skrúðganga Það er hefð að Ljúfsfélagar leiði skrúðgönguna með fánareið í Hveragerði á 17. júní. Þetta getur verið krefjandi verkefni fyrir hrossin, en bæði knapar og hestar stóðu sig með prýði og voru glæsilegir fulltrúar Ljúfs. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |