Gæðingamót og fyrri úrtaka fyrir Landsmót hjá Ljúf, Sleipni, Háfeta og Hendingu fer fram
dagana 7. - 9. júní að Brávöllum á Selfossi. Fyrri umferð fer fram á föstudeginum 7. júní og seinni umferð á laugardeginum 8. júní. Úrslit fara fram á sunnudeginum 9. júní. Aðeins mun fyrri úrtaka gildir til úrslita. Skráning í seinni umferð hefst strax á föstudeginum og stendur til miðnættis. Áhugamannaflokkur gildir ekki til þátttöku á landsmóti. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi verið skráð til keppni í fyrri umferð. Um úrtöku gilda reglur LH um gæðingakeppni. Skráning er opin og stendur fram að miðnætti mánudagsins 3. júní. Viðburður mótsins á Facebook |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |