Dagur Íslenska hestsins er á morgun 1. maí.
Í tilefni af því ætlar Hestamannafélagið Ljúfur að bjóða krökkum að koma kl 12 upp í hesthúsahverfi að Vorsabæjarvöllum þar sem teymt verður undir börnum. Við verðum einnig með vöfflukaffi í félagsheimilinu. Hestafólk er hvatt til að vera duglegt að taka myndir á degi íslenska hestsins og deila sinni hestamennsku á samfélagsmiðlum með töggin: #dayoftheicelandichorse og #dagurislenskahestsins og gjarnan merkja færslurnar með @lhhestar, @horsesoficeland og @feifor. Mótaröðin Æska Suðurlands fór fram núna í apríl. Mótaröðin er samstarf allra hestamannafélaga á Suðurlandi.
Fyrsta mótið var haldið á Flúðum, 7. apríl og þá var keppt í Þrígangi í barnaflokki, Fjórgangi í unglingaflokki og Smala í báðum flokkum. Annað mótið var haldið á Hellu, 21. apríl og þá var keppt í Fjórgangi í barnaflokki, Fimmgangi í unglingaflokki og Hindrunarstökki í báðum flokkum. Þriðja mótið var svo haldið á Selfossi, 28. apríl og þá var keppt í T7 í barnaflokki, T3 í unglingaflokki og Mjólkur-tölti í báðum flokkum. Hestamannafélagið Ljúfur átti fimm flotta knapa sem kepptu í ár. Það voru þær:
Katla gerði sér lítið fyrir og lenti í 1. sæti í Smala og 2. sæti í Mjólkur-tölti og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Hún var einnig í 4. sæti í samanlögðum greinum. Hrafnhildur nældi sér í 6. sæti í Hindrunarstökki og í T7 og 5. sæti í samanlögðum greinum og óskum við henni einnig til hamingju með þann árangur. Sælir Ljúfsfélagar!
Þeir sem ætla að nýta sér beit á beitarsvæði Ljúfs þurfa að sækja um fyrir 1. júní 2024. Sækja þarf um á [email protected]. Taka þarf fram nafn umsækjanda, kennitölu, hvaða svæði er sótt um ásamt fjölda hesta. Litur, kyn og aldur hvers hests skal einnig fylgja umsókninni. Athugið að aðeins félagsmenn sem eru skuldlausir við Ljúf geta sótt um beitarhólf. Verðskrá per hest á mánuði: Dalur: 6000 kr. Sólborgarland: 4000 kr. Dalur er eingöngu fyrir hesta í brúkun og er bara um að ræða sumarbeit. Sólborgarlandið er eingöngu fyrir hesta sem eru ekki í brúkun og er sumar og haustbeit. Þar eru skeifur ekki leyfðar! Með kveðju, Beitar- og mannvirkjanefnd Hestamannafélagið Ljúfur ætlar að halda BINGÓ á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl í Grunnskólanum í Hveragerði kl. 14:00. Ótrúlega margir spennandi vinningar í boði og við bjóðum öllum að koma og taka þátt. Spjaldið kostar 1000 kr. Hér má sjá viðburðinn á Facebook: Bingófjör Hér má sjá dagskrá æskulýðsnefndar Ljúfs.
Skráning á viðburði verður auglýst þegar nær dregur og mun fara fram í gegnum Abler.
Pollatölt Ásrún Ynja Tix og Lúkas frá Miðey Sigríður Sif Jóndsdóttir og Gyðja frá Kaðalstöðum Þór Júlí Baldvinsson og Álfur frá Vestmannaeyjum Freyja Maren Snævarsdóttir og Dökk frá Kríumýri Pollaflokkur Karen Sif Sævarsdóttir og Úlfur frá Gerðum Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3. Flokkur
2. Flokkur
1.Flokkur
|
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |