Sólborgarlandið opnar 1. júní til beitar fyrir félagsmenn Ljúfs.
Beitarhólfið er einungis ætlað fyrir hesta sem á ekki að brúka. Skeifur eru bannaðar í hólfinu! Þeir félagar sem ætla að nýta sér hólfið sæki um og skrái upplýsingar um eiganda og hesta á beit.ljufur@gmail.com. Allar nánari upplýsingar veita Erla 695-5664 og Ægir 857-9141. Kveðja, Beitarnefnd Sumarreiðnámskeiðin hjá Ljúfi verða haldin vikurnar:
12-16. júní kl 17-18 (fyrir óvana) og 18-19 (fyrir þau sem hafa verið á námskeiði áður). 26-30. júní kl 16-17 (fyrir óvana) og 17-18 (fyrir þau sem hafa komið á námskeið áður). Námskeiðin eru ætluð börnum fæddum 2011-2017 og verða hjá Coru á Bjarnastöðum í Ölfusi og sér hún um að skaffa hesta og reiðtygi. Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri, í þægilegum buxum og mikilvægt að vera í uppháum skóm eða stígvélum. Öll börn í Hveragerði og Ölfusi velkomin. Námskeiðið kostar 12.000 kr og skráning fer fram inni á sportabler. Æskulýðsnefnd Námskeið fyrir alla krakkana með Þórdísi Önnu Gylfadóttur. Námskeiðið er tvískipt, skipt er í hópa f.h eftir aldri og getu, en svo er þrautabraut og fjör eftir hádegið.
Pylsur og gleði í hádeginu. Áætlað er að hver komi með sinn hest. Skráning á Sportabler
ATH Mótinu er frestað vegna veðurs (spái mikilli rignu og roki á fimmtudaginn). Ný dagskrá auglýst fljótlega.
Firmakeppni Ljúfs verður haldin Fimmtudaginn 18 maí nk. á Vorsabæjarvöllum Keppnin hefst kl. 15:00 með hefðbundinni dagskrá. Dagskráin verður sem hér segir:
Skráning fer fram á staðnum kl 13:00. Mótsnefnd Ljúfs Laugardaginn 29/04 verður hinn árlegi hreinsunar- og girðingadagur Ljúfs í dalnum.
Mæting við félagsheimilið kl.13:00. Öll hjálp vel þegin. Kveðja, Beitar- og mannvirkjanefnd. Við minnum á að borga þarf árgjald Ljúfs fyrir 15. apríl.
Þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið falla út af félagaskrá og geta ekki tekið þátt í viðburðum Ljúfs eða sótt um beitarhólf. Sælir Ljúfsfélagar!
Þeir sem ætla að nýta sér beit á beitarsvæði Ljúfs þurfa að sækja um fyrir 15. maí 2023. Sækja þarf um á beit.ljufur@gmail.com. Taka þarf fram nafn umsækjanda, kennitölu, hvaða svæði er sótt um ásamt fjölda hesta. Litur, kyn og aldur hvers hests skal einnig fylgja umsókninni. Athugið að aðeins félagsmenn sem eru skuldlausir við Ljúf geta sótt um beitarhólf. Verðskrá per hest á mánuði: Dalur: 6000 kr. Engjar: 5000 kr. Sólborgarland: 4000 kr. Dalur og Engjar eru eingöngu fyrir hesta í brúkun og er bara um að ræða sumarbeit. Sólborgarlandið er eingöngu fyrir hesta sem eru ekki í brúkun og er sumar og haustbeit. Þar eru skeifur ekki leyfðar! Með kveðju, Beitar- og mannvirkjanefnd
|
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: h.ljufur@gmail.com |