Lög og Reglur
Hestamannafélagið Ljúfur - Lög
I. Heiti og markmið félagsins
1. gr.
Félagið heitir Hestamannafélagið Ljúfur. Heimili þess og varaþing er í Hveragerði og Ölfusi. Félagið er aðili að HSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Opinber félagsbúningur skal vera svört skyrta, hvítt bindi, svartar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Ljúfs-blár eða svartur einlitur, Ljúfs-merki skal vera á hægra brjósti.
2. gr.
Markmið félagsins er að efla áhuga manna á hestum, stuðla að góðri meðferð þeirra, vinna að framgangi hestaíþrótta og gæta hagsmuna félagsmanna. Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:
3. gr.
Allir sem eru reiðubúnir til þess að hlíta reglum og lögum félagsins geta orðið félagar. Umsókn um inngöngu í félagið skal senda stjórn þess. Stjórn er heimilt að samþykkja inntöku nýrra félaga. Í umsókn skal greina nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang og netfang umsækjanda. Öðlast umsækjandi full félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt umsóknina og þegar umsækjandi hefur greitt félagsgjald yfirstandandi starfsárs. Úrsögn úr félaginu skal einnig vera skrifleg.
4. gr.
Aðalfundur ákveður árlegt félagsgjald. Félagsmenn bera enga persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess. Börn og Unglingar, 10 til 17 ára, greiða lægra gjald eftir ákvörðun aðalfundar. Félagsgjald skal greiða fyrir 15. apríl ár hvert. Félagsmenn 70 ára og eldri og 9 ára og yngri greiða ekki félagsgjald. Greiðsluseðla skal senda út í byrjun hvers árs.
5. gr.
Hafi félagsgjald ekki verið greitt fyrir 15. apríl ár hvert fellur félagi út af félagaskrá. Félagar sem skulda árgjald frá fyrra ári hafa hvorki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á nýju starfsári, fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Að öðrum kosti falla þeir út af félagaskrá. Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins er stjórn þess heimilt að víkja honum úr félaginu. Brottviknum félaga er heimilt að áfrýja máli sínu til aðalfundar.
6. gr.
Æskilegt er að hesthúsaeigendur að Vorsabæjarvöllum séu félagar í Ljúf með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja
III. Stjórn, aðalfundur og fjármál
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðilum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Aðrir í stjórn skulu kosnir til tveggja ára og skulu þeir úr sínum hópi velja varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda í samráði við formann. Verði stjórnarmaður kosinn formaður skal kjósa annan í hans stað til eins árs. Árlega skal kjósa einn varamann til tveggja ára fyrir þá stjórnarmenn sem kjörnir eru á sama tíma. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.
Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn og einn varamann, en hitt árið tvo stjórnarmenn og einn varamann. Varastjórn skipa tveir menn, sem einnig eru kosnir á aðalfundi, til tveggja ára. Sé varamaður kosinn í aðalstjórn, skal kjósa mann til að ljúka hans kjörtímabili. Við kosningu formanns eru allir félagsmenn, ásamt varamönnum hlutgengir, en séu þeir kosnir, skal kjósa menn til að ljúka þeirra kjörtímabili. Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn tvo skoðunarmenn til þess að yfirfara reikninga félagsins, en ef þeir finnast ekki má leita til fagaðila til skoðunar. Skoðunarmenn þurfa ekki að vera félagar í Hestamannafélaginu Ljúfi.
8. gr.
Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins. Formaður tekur saman ársskýrslu félagsins. Formaður boðar félagsfundi og stjórnar þeim eða skipar fundarstjóra. Hann boðar til stjórnarfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er honum að boða fund ef þrír stjórnamanna óska þess. Ritari gegnir ritarastörfum og heldur gerðabók og skulu fundargerðir vera birtar á heimasíðu félagsins. Gjaldkeri færir bókhald fyrir félagið, innheimtir félagsgjöld og greiðir reikninga í samræmi við ákvörðun stjórnar. Við innheimtu félagsgjalda er gjaldkera heimilt að ráða sér til aðstoðar aðra félagsmenn, enda beri hann ábyrgð á því. Að öðru leiti ákveður stjórn hverju sinni um skiptingu verkefna milli stjórnarmanna.
9. gr.
Stjórn félagsins ber að varðveita öll skjöl og gögn er geyma heimildir um störf félagsins, svo sem félagaskrá, bókhaldsgögn og bréf. Einnig ber að halda skrá yfir öll hross sem sýnd eru á mótum félagsins eða kappreiðum þess.
10. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að boða til almennra félagsfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er að halda fund ef 1/10 félagsmanna óska þess skriflega. Félagsfundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og með opinberi auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna.
11. gr.
Formaður setur fundi og stýrir þeim eða felur kjörnum fundarstjóra fundarstjórn. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og 1/10 félagsmanna sækir hann. Sé fundur ekki lögmætur má boða til hans á ný á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillits til tölu fundarmanna. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundum félagsins nema annað sé tekið fram í lögum þessum. Atkvæðagreiðsla skal vera leynileg ef þess er óskað.
12. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 15. febrúar ár hvert. Boða skal til aðalfundar í héraðsblaði, á heimasíðu félagsins og með tölvupósti til félagsmanna, sem sent hafa félaginu tölvupóstfang, með a.m.k. viku fyrirvara. Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu vera aðgengilegir hjá stjórn félagsins, félögum til athugunar, í sjö daga fyrir aðalfund.
Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri skal byrja á því að leggja fyrir fundinn hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillits til þess, hversu margir eru mættir. Félagar yngri en 18 ára hafa ekki kosningarétt.
Störf aðalfundar eru þessi:
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
14. gr.
Stjórn félagsins er þá aðeins heimilt að kaupa eða selja fasteignir, byggja hús eða taka ákvarðanir, sem hafa í för með sér verulegar fjárhagslegar skuldbindingar ef fyrir liggi samþykki aðalfundar eða félagsfundar. Ef stjórn hyggst leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun, skal geta þess í fundarboði. Heimildir samkvæmt grein þessari skal nota innan tveggja ára frá því þær eru veittar.
15. gr.
Stjórn félagsins ber að fylgjast með skipulagsmálum sveitarfélaga á félagssvæði Ljúfs varðandi reiðvegi/reiðleiðir, gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna og boði til félagsfundar ef um breytingar á skipulagi reiðvega/leiða er að ræða.
16. grein
Stjórn félagsins setur reglur um rekstur félagsheimilis, reiðhallar og annarra eigna félagsins svo og um aðra starfsemi þess jafnóðum og eignir verða til.
17. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita þeim félagsmönnum viðurkenningu, sem hafa í störfum sínum fyrir félagið sýnt framúrskarandi dugnað og hollustu og skal sú afhending fara fram á aðalfundi félagsins.
18. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að bera fram tillögu á aðalfundi um kjör heiðursfélaga. Heiðursfélagar geta þeir einir orðið, sem sýnt hafa frábæran áhuga og dugnað í störfum sínum til eflingar í félaginu og markmiðum þess.
Stjórn skal setja reglur um veitingu viðurkenninga og tilnefningu heiðursfélaga sem birtar skulu á heimasíðu félagsins.
19. gr.
Reglur um kappreiðar og aðrar hestaíþróttakeppnir skulu vera samkvæmt samþykktum Landsambands hestamanna (L.H.).
IV. Um nefndir og starfssvið þeirra
20. gr.
Stjórn félagsins gerir tillögu til aðalfundar um kosningu starfsnefnda sem vinna að afmörkuðum málum í samráði við stjórn félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að stofna nefndir innan þess. Nefndir innan félagsins eru bundnar af lögum þess og starfslýsingum sem stjórn setur á hverjum tíma og skal leitað staðfestingar á nefndarstofnun og sérlögum nefnda á næsta aðalfundi félagsins. Nefndir sem hafa fjármuni undir höndum skulu gera skil til stjórnar strax að loknum störfum.
V. Um aðild að HSK, ÍSÍ og LH
21. gr.
Félagið er aðili að HSK, ÍSÍ og LH og því háðum lögum og reglum þeirra. Úrsögn úr HSK getur aðeins aðalfundur ákveðið. Formaður félagsins er sjálfkjörinn fulltrúi félagsins á ársþing LH og HSK. Aðrir fulltrúar félagsins á HSK og L.H. þing skulu tilnefndir af stjórn félagsins.
VI. Um aðild að Rangárbökkum s/f
22. gr.
Félagið er eignaraðili að Rangárbökkum s/f að 4,75% hluta á móti hestamannafélögum á Suðurlandi austan Hellisheiðar. Formaður félagsins er sjálfkjörin fulltrúi á aðalfund Rangárbakka s/f. Til viðbótar skal stjórn tilnefna heimilaðan fjölda fulltrúa í samræmi við lög Rangárbakka s/f og jafnmarga varamenn.
VII. Um lagabreytingar og félagsslit
23. gr.
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi þar sem mættir eru minnst 1/10 (einn tíundi) hluti lögmætra félagsmanna og 2/3 (tveir þriðju) hlutar greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Mæti of fáir skal boða til fundar á ný og öðlast þá framkomin lagabreyting gildi ef 2/3 (tveir þriðju) hlutar atkvæða samþykkja hana, hversu margir félagsmenn sem mættir eru. Tillögur um lagabreytingar skulu kynntar í fundarboði. Lagabreytingar, sem félagar kunna að vilja bera fram, skulu berast stjórninni fyrir lok desember ár hvert og skulu þær vera aðgengilegar á heimasíðu félagsins og skal geta þeirra í fundarboði.
24. gr.
Ef til kemur að leysa félagið upp verður það að gerast á lögmætum aðalfundi þar sem mættir eru minnst 3/4 (þrír fjórðu) hlutar lögmætra félagsmanna og verður það þá aðeins gjört að 2/3 (tveir þriðju) hlutar fundarmanna greiði því atkvæði. Að öðrum kosti verður að kalla saman fund á ný og verður félagið leyst upp á löglegan hátt ef 2/3 (tveir þriðju) hlutar fundarmanna greiða því atkvæði án tillits til tölu fundarmanna.
Samþykkt þannig á aðalfundi félagsins 2023.
Með lögum þessum eru úr gildi numin eldri lög félagsins.
Stjórn hestamannafélagsins Ljúfs 15.01 2023
I. Heiti og markmið félagsins
1. gr.
Félagið heitir Hestamannafélagið Ljúfur. Heimili þess og varaþing er í Hveragerði og Ölfusi. Félagið er aðili að HSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Opinber félagsbúningur skal vera svört skyrta, hvítt bindi, svartar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Ljúfs-blár eða svartur einlitur, Ljúfs-merki skal vera á hægra brjósti.
2. gr.
Markmið félagsins er að efla áhuga manna á hestum, stuðla að góðri meðferð þeirra, vinna að framgangi hestaíþrótta og gæta hagsmuna félagsmanna. Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:
- gr. Að útvega land undir hesthús félagsmanna.
- gr. Að byggja upp nauðsynleg mannvirki vegna starfsemi félagsins, svo sem íþróttavelli, félagsheimili og reiðhöll.
- Og halda mannvirkjum í eigu félagsins í sem bestu ástandi.
- gr. Að efna til hestaþings á hverju ári
- gr. Að gefa kost á sem víðtækastri fræðslu um hesta, notkun þeirra og umhirðu, m.a. með fræðslu erindum og námskeiðum.
- gr. Að skipuleggja ferðalög á hestum og kynna reiðleiðir.
- gr. Að beita sér fyrir því að reiðvegir verði lagðir og þeim verði ávallt vel við haldið.
- gr. Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna í málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra, svo sem skipulags-, landnýtingar- og umferðamálum, m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum og reiðgötur inni á samþykktu skipulagi.
- gr. Að bjóða félagsmönnum upp á sumar- og haustbeit gegn gjaldi.
- gr. Að stuðla að öflugu æskulýðsstarfi.
- gr. Að vera málsvari félagsmanna innan svæðis og utan.
3. gr.
Allir sem eru reiðubúnir til þess að hlíta reglum og lögum félagsins geta orðið félagar. Umsókn um inngöngu í félagið skal senda stjórn þess. Stjórn er heimilt að samþykkja inntöku nýrra félaga. Í umsókn skal greina nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang og netfang umsækjanda. Öðlast umsækjandi full félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt umsóknina og þegar umsækjandi hefur greitt félagsgjald yfirstandandi starfsárs. Úrsögn úr félaginu skal einnig vera skrifleg.
4. gr.
Aðalfundur ákveður árlegt félagsgjald. Félagsmenn bera enga persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess. Börn og Unglingar, 10 til 17 ára, greiða lægra gjald eftir ákvörðun aðalfundar. Félagsgjald skal greiða fyrir 15. apríl ár hvert. Félagsmenn 70 ára og eldri og 9 ára og yngri greiða ekki félagsgjald. Greiðsluseðla skal senda út í byrjun hvers árs.
5. gr.
Hafi félagsgjald ekki verið greitt fyrir 15. apríl ár hvert fellur félagi út af félagaskrá. Félagar sem skulda árgjald frá fyrra ári hafa hvorki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á nýju starfsári, fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Að öðrum kosti falla þeir út af félagaskrá. Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins er stjórn þess heimilt að víkja honum úr félaginu. Brottviknum félaga er heimilt að áfrýja máli sínu til aðalfundar.
6. gr.
Æskilegt er að hesthúsaeigendur að Vorsabæjarvöllum séu félagar í Ljúf með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja
III. Stjórn, aðalfundur og fjármál
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðilum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Aðrir í stjórn skulu kosnir til tveggja ára og skulu þeir úr sínum hópi velja varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda í samráði við formann. Verði stjórnarmaður kosinn formaður skal kjósa annan í hans stað til eins árs. Árlega skal kjósa einn varamann til tveggja ára fyrir þá stjórnarmenn sem kjörnir eru á sama tíma. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.
Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn og einn varamann, en hitt árið tvo stjórnarmenn og einn varamann. Varastjórn skipa tveir menn, sem einnig eru kosnir á aðalfundi, til tveggja ára. Sé varamaður kosinn í aðalstjórn, skal kjósa mann til að ljúka hans kjörtímabili. Við kosningu formanns eru allir félagsmenn, ásamt varamönnum hlutgengir, en séu þeir kosnir, skal kjósa menn til að ljúka þeirra kjörtímabili. Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn tvo skoðunarmenn til þess að yfirfara reikninga félagsins, en ef þeir finnast ekki má leita til fagaðila til skoðunar. Skoðunarmenn þurfa ekki að vera félagar í Hestamannafélaginu Ljúfi.
8. gr.
Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins. Formaður tekur saman ársskýrslu félagsins. Formaður boðar félagsfundi og stjórnar þeim eða skipar fundarstjóra. Hann boðar til stjórnarfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er honum að boða fund ef þrír stjórnamanna óska þess. Ritari gegnir ritarastörfum og heldur gerðabók og skulu fundargerðir vera birtar á heimasíðu félagsins. Gjaldkeri færir bókhald fyrir félagið, innheimtir félagsgjöld og greiðir reikninga í samræmi við ákvörðun stjórnar. Við innheimtu félagsgjalda er gjaldkera heimilt að ráða sér til aðstoðar aðra félagsmenn, enda beri hann ábyrgð á því. Að öðru leiti ákveður stjórn hverju sinni um skiptingu verkefna milli stjórnarmanna.
9. gr.
Stjórn félagsins ber að varðveita öll skjöl og gögn er geyma heimildir um störf félagsins, svo sem félagaskrá, bókhaldsgögn og bréf. Einnig ber að halda skrá yfir öll hross sem sýnd eru á mótum félagsins eða kappreiðum þess.
10. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að boða til almennra félagsfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er að halda fund ef 1/10 félagsmanna óska þess skriflega. Félagsfundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og með opinberi auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna.
11. gr.
Formaður setur fundi og stýrir þeim eða felur kjörnum fundarstjóra fundarstjórn. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og 1/10 félagsmanna sækir hann. Sé fundur ekki lögmætur má boða til hans á ný á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillits til tölu fundarmanna. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundum félagsins nema annað sé tekið fram í lögum þessum. Atkvæðagreiðsla skal vera leynileg ef þess er óskað.
12. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 15. febrúar ár hvert. Boða skal til aðalfundar í héraðsblaði, á heimasíðu félagsins og með tölvupósti til félagsmanna, sem sent hafa félaginu tölvupóstfang, með a.m.k. viku fyrirvara. Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu vera aðgengilegir hjá stjórn félagsins, félögum til athugunar, í sjö daga fyrir aðalfund.
Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri skal byrja á því að leggja fyrir fundinn hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillits til þess, hversu margir eru mættir. Félagar yngri en 18 ára hafa ekki kosningarétt.
Störf aðalfundar eru þessi:
- Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
- Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, endurskoðaða af endurskoðendum félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
- Reikningar bornir undir atkvæði.
- Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
- Félagsgjald fyrir komandi starfsár samþykkt.
- Skýrslur nefnda sem starfa innan félagsins.
- Lagabreytingar sé þess óskað skv. 23. gr.
- Kosning aðalstjórnar, varastjórnar og endurskoðenda skv. 7. gr.
- Tilnefningar í nefndir skv. 20. gr.
- Önnur mál er félagið varða.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
14. gr.
Stjórn félagsins er þá aðeins heimilt að kaupa eða selja fasteignir, byggja hús eða taka ákvarðanir, sem hafa í för með sér verulegar fjárhagslegar skuldbindingar ef fyrir liggi samþykki aðalfundar eða félagsfundar. Ef stjórn hyggst leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun, skal geta þess í fundarboði. Heimildir samkvæmt grein þessari skal nota innan tveggja ára frá því þær eru veittar.
15. gr.
Stjórn félagsins ber að fylgjast með skipulagsmálum sveitarfélaga á félagssvæði Ljúfs varðandi reiðvegi/reiðleiðir, gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna og boði til félagsfundar ef um breytingar á skipulagi reiðvega/leiða er að ræða.
16. grein
Stjórn félagsins setur reglur um rekstur félagsheimilis, reiðhallar og annarra eigna félagsins svo og um aðra starfsemi þess jafnóðum og eignir verða til.
17. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita þeim félagsmönnum viðurkenningu, sem hafa í störfum sínum fyrir félagið sýnt framúrskarandi dugnað og hollustu og skal sú afhending fara fram á aðalfundi félagsins.
18. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að bera fram tillögu á aðalfundi um kjör heiðursfélaga. Heiðursfélagar geta þeir einir orðið, sem sýnt hafa frábæran áhuga og dugnað í störfum sínum til eflingar í félaginu og markmiðum þess.
Stjórn skal setja reglur um veitingu viðurkenninga og tilnefningu heiðursfélaga sem birtar skulu á heimasíðu félagsins.
19. gr.
Reglur um kappreiðar og aðrar hestaíþróttakeppnir skulu vera samkvæmt samþykktum Landsambands hestamanna (L.H.).
IV. Um nefndir og starfssvið þeirra
20. gr.
Stjórn félagsins gerir tillögu til aðalfundar um kosningu starfsnefnda sem vinna að afmörkuðum málum í samráði við stjórn félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að stofna nefndir innan þess. Nefndir innan félagsins eru bundnar af lögum þess og starfslýsingum sem stjórn setur á hverjum tíma og skal leitað staðfestingar á nefndarstofnun og sérlögum nefnda á næsta aðalfundi félagsins. Nefndir sem hafa fjármuni undir höndum skulu gera skil til stjórnar strax að loknum störfum.
V. Um aðild að HSK, ÍSÍ og LH
21. gr.
Félagið er aðili að HSK, ÍSÍ og LH og því háðum lögum og reglum þeirra. Úrsögn úr HSK getur aðeins aðalfundur ákveðið. Formaður félagsins er sjálfkjörinn fulltrúi félagsins á ársþing LH og HSK. Aðrir fulltrúar félagsins á HSK og L.H. þing skulu tilnefndir af stjórn félagsins.
VI. Um aðild að Rangárbökkum s/f
22. gr.
Félagið er eignaraðili að Rangárbökkum s/f að 4,75% hluta á móti hestamannafélögum á Suðurlandi austan Hellisheiðar. Formaður félagsins er sjálfkjörin fulltrúi á aðalfund Rangárbakka s/f. Til viðbótar skal stjórn tilnefna heimilaðan fjölda fulltrúa í samræmi við lög Rangárbakka s/f og jafnmarga varamenn.
VII. Um lagabreytingar og félagsslit
23. gr.
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi þar sem mættir eru minnst 1/10 (einn tíundi) hluti lögmætra félagsmanna og 2/3 (tveir þriðju) hlutar greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Mæti of fáir skal boða til fundar á ný og öðlast þá framkomin lagabreyting gildi ef 2/3 (tveir þriðju) hlutar atkvæða samþykkja hana, hversu margir félagsmenn sem mættir eru. Tillögur um lagabreytingar skulu kynntar í fundarboði. Lagabreytingar, sem félagar kunna að vilja bera fram, skulu berast stjórninni fyrir lok desember ár hvert og skulu þær vera aðgengilegar á heimasíðu félagsins og skal geta þeirra í fundarboði.
24. gr.
Ef til kemur að leysa félagið upp verður það að gerast á lögmætum aðalfundi þar sem mættir eru minnst 3/4 (þrír fjórðu) hlutar lögmætra félagsmanna og verður það þá aðeins gjört að 2/3 (tveir þriðju) hlutar fundarmanna greiði því atkvæði. Að öðrum kosti verður að kalla saman fund á ný og verður félagið leyst upp á löglegan hátt ef 2/3 (tveir þriðju) hlutar fundarmanna greiða því atkvæði án tillits til tölu fundarmanna.
Samþykkt þannig á aðalfundi félagsins 2023.
Með lögum þessum eru úr gildi numin eldri lög félagsins.
Stjórn hestamannafélagsins Ljúfs 15.01 2023