Mótaröðin Æska Suðurlands fór fram núna í apríl. Mótaröðin er samstarf allra hestamannafélaga á Suðurlandi.
Fyrsta mótið var haldið á Flúðum, 7. apríl og þá var keppt í Þrígangi í barnaflokki, Fjórgangi í unglingaflokki og Smala í báðum flokkum. Annað mótið var haldið á Hellu, 21. apríl og þá var keppt í Fjórgangi í barnaflokki, Fimmgangi í unglingaflokki og Hindrunarstökki í báðum flokkum. Þriðja mótið var svo haldið á Selfossi, 28. apríl og þá var keppt í T7 í barnaflokki, T3 í unglingaflokki og Mjólkur-tölti í báðum flokkum. Hestamannafélagið Ljúfur átti fimm flotta knapa sem kepptu í ár. Það voru þær:
Katla gerði sér lítið fyrir og lenti í 1. sæti í Smala og 2. sæti í Mjólkur-tölti og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Hún var einnig í 4. sæti í samanlögðum greinum. Hrafnhildur nældi sér í 6. sæti í Hindrunarstökki og í T7 og 5. sæti í samanlögðum greinum og óskum við henni einnig til hamingju með þann árangur. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |