Aðildarfélög ÍSÍ hafa verið beðin um að deila þessari könnun fyrir foreldra barna á aldrinum 6-14 ára sem æfa íþróttir sem eru viðurkenndar af ÍSÍ. Ágæta íþróttahérað Við erum tveir nemar frá Háskólanum á Akureyri og erum að gera BA verkefni undir leiðsögn Dr. Richard Taehtinen, lektor við skólann. Verkefnið snýst um að kanna viðhorf foreldra til þjálfara og þjálfunar barna á Íslandi, þetta viðfangsefni hefur verið lítið rannsakað hér á landi. Við höfum verið í sambandi við ÍSÍ og þau ráðlögðu okkur að hafa samband við ykkur varðandi það að senda út spurningakönnun til aðildarfélaga. Hugmynd okkar er sú að spurningalistinn fari á öll aðildarfélög, sem síðan dreifa honum á alla foreldra sem eiga börn á aldrinum 6-14 ára og æfa íþróttir sem eru viðurkenndar af ÍSÍ. Þá annað hvort með því að setja hann inn á facebook síður allra flokka/æfingahópa þar sem foreldrar eru meðlimir eða beint á foreldra með tölvupósti. Markmið verkefnisins er fjölþætt, í fyrsta lagi viljum skoða viðhorf foreldra til hegðunar þjálfara og hvort foreldrar séu yfir höfuð meðvitaðir um hvernig þjálfarar haga sér í kringum börnin þeirra. Í öðru lagi viljum við skoða hvort það sé munur á hegðun þjálfara í liðsíþróttum og einstaklingsíþróttum og í síðasta lagi hvort verið sé að fara eftir hegðunarviðmiðum þjálfara sem sett eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Í viðhengi er könnun sem við undirrituð viljum leggja fyrir foreldra íþróttaiðkenda í tengslum við BA verkefni okkar við háskólann á Akureyri. Við yrðum afar þákklát ef þið gætuð sent viðhengið áfram á ykkar aðildarfélög sem hafa iðkendur á aldrinum 6-14 ára. Með bestu kveðju og fyrirfram þökk, Andrea Líf Wender [email protected] Stefán Óli Þorleifsson [email protected]
|
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |