Dagana 16. og 17. mars var haldið pollanámskeið fyrir yngstu krakkana okkar. Eins og oft áður var námskeiðið haldið í reiðhöll Eldhesta og fengum við barnahesta og reiðtygi að láni hjá Eldhestum til að gera öllum börnum kleift að taka þátt. Við viljum þakka Hróðmari og Eldhestum innilega fyrir, það er ekki sjálfgefið að fá að nota svona góða aðstöðu. Tólf börn voru skráð á námskeiðið og var þeim skipt í tvo hópa eftir aldri. Reiðkennarinn Rósa Birna Þorvaldsdóttir stýrði námskeiðinu og náði hún virkilega vel til krakkanna sem lærðu undirstöðuatriði eins og ásetu, taumhald, að hvetja af stað og stöðva, ríða bauga og svo tóku við leikir og fimiæfingar. Með kveðju, Æskulýðsnefnd Ljúfs |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |