Sælir Ljúfsfélagar!
Þeir sem ætla að nýta sér beit á beitarsvæði Ljúfs þurfa að sækja um fyrir 15. maí 2023. Sækja þarf um á [email protected]. Taka þarf fram nafn umsækjanda, kennitölu, hvaða svæði er sótt um ásamt fjölda hesta. Litur, kyn og aldur hvers hests skal einnig fylgja umsókninni. Athugið að aðeins félagsmenn sem eru skuldlausir við Ljúf geta sótt um beitarhólf. Verðskrá per hest á mánuði: Dalur: 6000 kr. Engjar: 5000 kr. Sólborgarland: 4000 kr. Dalur og Engjar eru eingöngu fyrir hesta í brúkun og er bara um að ræða sumarbeit. Sólborgarlandið er eingöngu fyrir hesta sem eru ekki í brúkun og er sumar og haustbeit. Þar eru skeifur ekki leyfðar! Með kveðju, Beitar- og mannvirkjanefnd |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |