Kæru félagar,
Við ætlum að blása til allsherjar tiltektardaga í hesthúsahverfi Ljúfs, 29. ágúst til 4. september! Við biðjum ykkur um að taka til í og sérstaklega í kring um hesthúsin ykkar og henda óþarfa hlutum. Það verða gámar á svæðinu fyrir járn og blandaðan úrgang. Á laugardaginn 3. september verða nefndarmenn á staðnum frá kl. 11 og bjóða upp á kaffi og með því. Við látum fylgja myndir af ónýtum hlutum sem eru á almennu svæði og biðjum eigendur að gefa sig fram og tilkynna hvað þeir vilja gera við þá, annars verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda. Með von um góðar undirtektir og samstarf 😊 Beitar- og mannvirkjanefnd |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |