Haldin voru tvö sumarnámskeið á vegum Ljúfs fyrir 6 - 10 ára börn úr Hveragerði og Ölfus.
Námskeiðin voru haldin á Bjarnastöðum í Ölfusi undir handleiðslu Coru Claas reiðkennara sem naut aðstoðar Kötlu, Brynju og Mörtu. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt. Bæði voru gerðar æfingar í gerði ásamt útreiðartúrum og að sjálfsögðu var krökkunum kennt hvernig á að umgangast og hugsa um hestana. Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan þá stóðu krakkarnir sig frábærlega vel og veðrið lék við þau. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |