Fyrra sumarnámskeiði Ljúfs hjá Coru á Bjarnastöðum lauk á föstudaginn. Námskeiðið var vel heppnað og krakkarnir einstaklega heppnir með veður alla dagana. Þau lærðu og upplifðu ýmislegt á þessari viku, m.a. mismunandi ásetu, fóru í gegnum þrautabraut, reiðtúr, fjallaferð og æfðu sig að sitja berbakt.
Örfá laus pláss eru eftir á seinna námskeiðið sem verður vikuna 26.-30. júní. Skráning á https://www.sportabler.com/shop/hfl |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |