Vegna fyrirspurna um rúllustæður í hesthúsahverfi Ljúfs hefur verið ákveðið að Vorsabæjarvellir 3 geta geymt að hámarki 5 rúllur í einu fyrir hvort hesthús á plani sem er við enda gerðis við hesthúsið. Þetta leyfi gildir út júní 2023.
Annars er almenna reglan að hvert hesthús geti mögulega haft 1-2 rúllur fyrir utan hjá sér en einungis ef engin hætta stafar af fyrir hesta og fólk. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur því gæta þarf að brunavörnum við húsin. Undanfarin ár hafa beiðnir um að setja upp rúllustæður ekki verið samþykktar þó að á gildandi deiliskipulagi síðan 1997 sé lítill reitur merktur inn sem rúlluvöllur. Miðað við áætlaðan fjölda rúlla sem kæmi inn á svæðið þá myndi sá reitur duga skammt til að sinna þörfum hverfisins. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að lagt yrði af stað í að vinna að byggingu reiðhallar í hesthúsahverfi Ljúfs. Sú vinna mun kalla á breytingu á deiliskipulagi og er reiðhallarnefnd ásamt stjórn Ljúfs að vinna að því að koma því ferli af stað sem allra fyrst. Þá mun gefast tækifæri til að endurskoða deiliskipulag hesthúsahverfisins í heild sinni til að gera svæðið okkar sem best fyrir félagsmenn og hesta Ljúfs. Allar slíkar breytingar eru ræddar á aðalfundum og lagðar fyrir félagsmenn til samþykkis, sama á við um uppsetningu rúllusvæðis. Stjórn Ljúfs |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |