Félagsmönnum Ljúfs stendur til boða að nýta reiðhöll Eldhesta á þriðjudagskvöldum frá kl. 18 - 21. Skráning í opnu tímana er sett upp sem námskeið og hér er hægt að velja æfingartíma. Æfingarnar eru opnar öllu félagsmönnum og eru æfingarnar settar upp í klukkustunda æfingar. 18-19, 19-20, 20-21. Heimilt er að skrá sig í fleira en eina æfingu. Upplýsingar um ljós og aðgengi eru inná æfingartímunum. Skráningin er aðalega gerð svo hægt sé að sjá hvaða fjöldi er að mæta hvenær. Skilyrði fyrir notkun hallarinnar er að vel sé gengið um og mikilvægt er að hirða upp skít eftir hestana um leið og hann fellur til. Hjólbörur og gaffall eru til staðar. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |