Þórdís Erla Gunnarsdóttir reiðkennari frá Hólum mun bjóða upp á tvo 50 mínútna paratíma í apríl. Hægt er að bæta þriðja tímanum við í maí
Tímarnir eru sniðnir að þörfum hvers og eins og markmiðið að bæta jafnvægi, sjálfstraust og líkamsbeitingu manns og hests. Leitast verður við að útskýra á einfaldan og áhrifaríkan hátt hvernig hægt er að nálgast hvert verkefni. Kennt verður á þriðjudagskvöldum 12. og 19 apríl og hægt að bæta við 3. maí 2022 ef fólk vill. Kennt verður í reiðhöllinni á Grænhól. Verð 7500kr fyrir einstaklinginn, 15000kr fyrir parið. 18:00-18:50 - 2 pláss 19:00-19:50 - 2 pláss 20:00-20:50 - 2 pláss 21:00-21:50 - 2 pláss
Skráning fer fram á [email protected]
Taka þarf fram hvaða daga og tíma óskað er eftir. Og nöfn þáttakenda. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |