Af 76 börnum sem skráð voru til keppni í barnaflokki á Landsmóti hestamanna 2022 átti
Hestamannafélagið Ljúfur þrjá keppendur! Það eru mikil gleðitíðindi og endurspeglar aukinn kraft í æskulýðsstarfi Ljúfs enda hefur fjöldi barna í félaginu aukist talsvert síðustu tvö ár. Það er mikil upplifun að keppa á Landsmóti og aldeilis góð innlögn í reynslubankann hjá þeim Anítu Liv, Brynju Björk og Kötlu Björk sem stóðu sig með mikilli prýði og við erum sannarlega stolt af þessum glæsilegu fulltrúum okkar í Ljúf! Til hamingju stelpur og Ljúfur! |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |