Hestamannafélagið Geysir hélt opið WR íþróttamót á Rangárvöllum 25. - 29. maí. Ljúfur átti þrjá efnilega keppendur á mótinu í barna- og ungmennaflokki: Aníta Liv Snævarsdóttir varð í 10. sæti í forkeppni í Fjórgangi V2 Barnaflokki á Glóð frá Hveragerði. Hrafnhildur Þráinsdóttir varð í 9. sæti í forkeppni í Fjórgangi V2 Barnaflokki á Öskju frá Efri-Hömrum. Stelpurnar lentu í roki og rigningu á föstudeginum og gerðu vel í erfiðum aðstæðum. Hrafnhildur keppti líka á Öskju í T3 Barnaflokki og varð í 5. sæti í forkeppni í fínu veðri á laugardeginum og kláraði mótið á mánudegi í 6. sæti í A-úrslitum. Jónína Baldursdóttir keppti á Klerk frá Kópsvatni í T1 Ungmennaflokki og varð í 6. sæti í forkeppni en vann sig upp í 4. sæti í A-úrslitum. Við óskum þessum flottu knöpum til hamingju! Virkilega gaman að sjá og heyra af Ljúfsfélögum á keppnisbrautinni. Myndir eru af Facebook síðu Hestamannafélagsins Geysis.
|
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |