Hestamannafélagið Geysir hélt opið Gæðingamót á Rangárvöllum 10-11 júní.
Ljúfur átti tvo efnilega keppendur á mótinu í barna- og ungmennaflokki: Hrafnhildur Þráinsdóttir varð í 18. sæti í forkeppni í Gæðingarflokki barna og 8. sæti í Gæðingartölfi barna á Öskju frá Efri-Hömrum. Jónína Baldursdóttir keppti á Óðni frá Kirkjuferu í B flokki ungmenna og varð í 3. sæti í forkeppni en vann sig upp í 2. sæti í A-úrslitum. Við óskum þessum flottu knöpum til hamingju! Virkilega gaman að sjá og heyra af Ljúfsfélögum á keppnisbrautinni. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |