Sælir félagar,
Vinnan við tamningagerðið gengur vel. Búið er að laga undir- og yfirlag og taka graskanta í burtu allan hringinn. Núna er verið að bíða eftir að rigningin þjappi yfirborðið og að því loknu verður fínjafnað og hringgerðið sett upp, væntanlega fyrir áramót. Vinsamlega ekki nota gerðið fyrr en hringgerðið er komið upp, þá verður allt klárt til notkunar. Á vordögum verða svo staurarnir málaðir og dressur merkingar settar upp, þá verður þetta næstum því fullkomið. Kveðja, Beitar- og mannvirkjanefnd. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |