Bókleg Knapamerki verða kennd í nóvember/desember og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum.
http://knapamerki.is/ Námskeiðið er opið öllum þeim félagsmönnum er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust (og verklegu í vetur). Kennsla hefst fimmtudaginn 17.nóvember. Áætlaðir kennsludagar eru: KM 1 og 2 fimmtudaga 17. nóv, 24. nóv, 1. des, 8. des og 15. des. KM 1 kl 18:00 - 18:45 og KM 2 kl 19:00- 19:45 Skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja auka þekkingu og færni á skipulagðan hátt. Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur). Knapamerki 1: 5 bóklegir tímar og próf 15.000 kr fyrir fullorðna 10.000 kr fyrir börn/unglinga Knapamerki 2: 5 bóklegir tímar og próf 20.000 kr fyrir fullorðna 15.000 kr fyrir börn/unglinga Knapamerki 1 & 2: 10 bóklegir tímar og próf 30.000 kr fyrir fullorðna 20.000 kr fyrir börn/unglinga Verklegi hluti Knapamerkja 1 og 2 verður haldinn eftir áramót fyrir þá sem klára bóklega hlutann fyrir áramót. Það er einnig hægt að skrá sig strax í bæði bóklegt og verklegt Knapamerki 1 og 2. Námsmarkmið verklega hlutans og verð fyrir bóklegt og verklegt saman: Knapamerki 1: 5 bóklegir + próf og 8-10 verklegir + próf
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og fara um á brokki án vandarmála. Verð fyrir bóklega og verklega saman: 28.000 kr fyrir fullorðna 20.000 kr fyrir börn/unglinga Knapamerki 2: 5 bóklegir + próf og 8-10 verklegir + próf
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að geta fara um á brokki á slökum taumi eða léttu taumsambandi án vandarmála. Hesturinn þarf að eiga auðveld með að tölta. Verð fyrir bóklega og verklega saman: 38.000 kr fyrir fullorðna 27.000 kr börn/unglinga Skráning fer fram á sportfengur.com og lýkur 15 nóvember. Kennari verður Barbara Meyer (Babsý) Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur í netfangi ragga(hjá)heljuheims.net |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |