Einstaklega vel heppnað reiðnámskeið var haldið fyrir yngstu börnin okkar í Ljúf um helgina.
Við viljum þakka Eldhestum kærlega fyrir lánið á þessum frábæru barnahestum og Þórdísi Erlu reiðkennara fyrir æðislegt námskeið! Ungu knaparnir stóðu sig frábærlega og gaman var að sjá hvað allir skemmtu sér vel og voru duglegir. Þrautabraut, slöngulínur, lögga og bófar og stoppdans var meðal æfinga námskeiðsins. Ekki skemmdi fyrir að Hurðaskellir mætti óvænt á svæðið og börnin voru spennt að spjalla við hann og sýna honum hestana og hvað þau voru að fást við í hesthúsinu. Við hlökkum til næsta námskeiðs sem verður fljótlega á nýju ári. Æskulýðsnefnd |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |