Námskeiðið er haldið á Sólvangi við Eyrarbakka en þar fá þátttakendur að gera sitt eigið skraut á hestinn undir leiðsögn. Flestir velja að gera ennisól með kristals steinum (og miðast verðið við það) en einnig er í boði að gera t.d. hundaól, múl, hnakkaskraut, armbönd og fleira. Auðvitað fær hver og einn að taka með sér heim það sem hann hefur gert og möguleiki er að kaupa höfuðleður og múla í stíl. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og hentar flestum frá 10 ára aldri (en mögulegt er að vera yngri í fylgd fullorðinna).
Boðið verður uppá tvö námskeið mánudaginn 4 des. kl 16:00-18:00 kl 18:00- 20:00 Skráning á Sportabler |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |