Frá og með næstu mánaðarmótum júlí/ágúst er breyting á fyrirkomulagi um greiðslur fyrir beitarhólf.
Í stað millifærsla á reikning beitarnefndar verða nú sendir út greiðsluseðlar í heimabanka! Við óskum því eftir að þeir sem ætla að nýta beitarhólfin í ágúst og september muni senda tölvupóst á beitarnefnd: [email protected] og staðfesti umsókn um næstu tvo mánuði. Beitarhólf í dalnum eru einungis fyrir reiðhross í notkun! Gras í randbeitarhólfum er orðið af skornum skammti og verða þau hólf sem gras er búið í tekin úr notkun 1. ágúst. Stærri hólfum í kring sem eru ekki randbeitarhólf verður skipt á milli þeirra sem sækja um áframhaldandi beit. Beitarnefnd sér um röðun í hólf. Við viljum ítreka að Meistaravellir er ekki geymsluhólf nema fyrir reiðhross sem eru skráð í beitarhólf í dalnum og þá í styttri tíma. Ef eigendur ætla ekki að hreyfa hrossin þá verður að færa þau yfir í Sólborgarlandið! Einnig er hægt að nýta stórt hólf í fjalli fyrir ofan ánna (hlið rétt fyrir ofan vaðið við reiðvöllinn) fyrir geymslu í lengri tíma. Vinsamlegast látið beitarnefnd vita þegar hross eru færð yfir í hólf í fjalli, Sólborgarland eða Engjastykki. Einnig ef upp koma spurningar eða fyrirspurnir, hafið samband við beitarnefnd. Fyrir hönd stjórnar Ljúfs og beitarnefndar, Þórunn Bjarnadóttir og Jóhann Ævarsson |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |