Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs var haldinn í félagsheimilinu að Vorsabæjarvöllum fimmtudaginn 1. febrúar 2024.
Kosið var um þrjú sæti í stjórn félagsins og um einn varamann sjórnar. Erla Björk Tryggvadóttir og Cora Jovanna Claas buðu sig fram í áframhaldandi setu í stjórn til tveggja ára og Snævar Freyr Sigtryggsson til eins árs og hlutu kosningu án mótframboðs. Linda Sif Brynjarsdóttir var ein í kjöri varamanns stjórnar til tveggja ára og bjóðum við hana velkomna. Tilnefningar í nefndir fóru vel fram og flestar nefndir eru vel mannaðar en upplýsingar um nefndir hafa verið uppfærðar hér efst á heimasíðunni. Alltaf er þó pláss fyrir áhugasamt fólk í nefndum og félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við nefndarformenn ef áhugi er á samstarfi eða ef upp koma góðar hugmyndir fyrir starfsemi nefndanna. Félagsgjald 2024 var samþykkt á fundinum: Börn 0-9 ára FRÍTT 10-17 ára 3000 krónur, Fullorðna (18-69) 10000 krónur. 70 ára og eldri FRÍTT Aðalfundargerð hefur verið hlaðið upp á heimasíðuna og má finna hana hérna: Aðalfundargerð. Stjórn þakkar fyrir góðan fund og hlakkar til samstarfs við félagsmenn Ljúfs árið 2024. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |