Æskulýðsdagur Ljúfs var haldinn í bongóblíðu í dag, 29. maí.
Dagurinn byrjaði með reiðnámskeiðum. Börnin stóðu sig frábærlega undir dyggri stjórn Þórdísar Önnu Gylfadóttur sem kenndi námskeiðin. 12 börn voru skráð á námskeið, mörg komu með sína eigin hesta en við viljum þakka Eldhestum kærlega fyrir að lána okkur ljúfa og góða hesta á námskeiðið! Í hádeginu voru grillaðar pylsur og blásnar sápukúlur í gríð og erg og dagurinn endaði á þrautabraut í reiðgerðinu og teymt var undir áhugasömum börnum Þakkir til æskulýðsnefndar, virkilega skemmtilegur dagur og gaman að sjá lífið í dalnum! |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |