Æska Suðurlands 2023 er mótaröð þriggja móta sem er samstarfsverkefni allra hestamannafélaganna á Suðurlandi.
Fyrsta mótið var haldið í reiðhöllinni á Flúðum sunnudaginn 5. mars. Hestamannafélagið Ljúfur átti þrjá keppendur á mótinu og stóðu þau sig með sóma. Kormákur Tumi Claas Arnarson keppti á Agnesi frá Vatni í Smala polla þar sem allir urðu í fyrsta sæti. Katla Björg Claas Arnarsdóttir hreppti annað sætið í Smala barna á Ósk frá Kjarri. Marta Elísabet Arinbjarnardóttir varð í sjötta sæti í Smala unglinga á Freydísi frá Ásbrú. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |