Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs var haldinn 15. janúar 2023 í félagsheimili Ljúfs að Vorsabæjarvöllum.
Dagskrá fundarins var kosning formanns og ritara, breytingar á lögum skv. breytingatillögu sem auglýst var í fundarboði og hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var tilnefnd og samþykkt Sandra Sigurðardóttir og leiddi hún fundinn. Fundarritari var Þórunn Bjarnadóttir. Mættir voru 20 félagar og var fundurinn lýstur löglegur og rétt til hans boðað. Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2022. Reikningar voru yfirfarnir af skoðunarmönnum og samþykkti fundurinn reikningana. Talsverðar lagabreytingar voru lagðar fram, sem voru auglýstar í fundarboði. Í stuttu máli voru breytingatillögurnar samþykktar með lítilsháttar breytingum og verða nýju lögin sett inn á heimasíðu Ljúfs á næstu dögum. Sitjandi formaður og ritari buðu sig báðar fram til áframhaldandi setu í stjórn án mótframboða og voru þær því sjálfkjörnar til tveggja ára. Nicolas Gadnyi er varamaður í stjórn til eins árs og Þráinn Ævarsson var kosinn sem varamaður til tveggja ára. Stjórn Ljúfs 2023: Formaður: Ragnhildur Gísladóttir Varaformaður: Erla Björk Tryggvadóttir Gjaldkeri: Cora Jovanna Claas Ritari: Þórunn Bjarnadóttir Meðstjórnandi: Snævar Freyr Sigtryggsson Varamaður í stjórn: Þráinn Ævarsson Varamaður í stjórn: Nicolas Gadanyi Skoðunarmenn reikninga voru kosin í eitt ár Claudia Schenk og Óttar Ægir Baldursson. Nefndir Ljúfs 2023: Beitar- og mannvirkanefnd: Jóhann Ævarsson formaður, Erla Björk Tryggvadóttir, Jón Guðlaugsson Nielsen, Óttar Ægir Baldursson, Sabine Bernholt, Þráinn Ævarsson, Ægir Guðmundsson. Ferða, skemmti- og fræðslunefnd: Astrid Jóhanna Kristinsdóttir formaður, Erla Björk Tryggvadóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Snævar Freyr Sigtryggsson. Mótanefnd: Erla Björk Tryggvadóttir formaður, Linda Sif Brynjarsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir. Reiðveganefnd: Claudia Schenk formaður, Arnar Bjarki Árnason, Cora Jovanna Claas, Nicolas Gadanyi. Æskulýðsnefnd: Margrét Polly Hansen formaður, Karin Pálsson, Lovísa Bragadóttir, Mikkalína Mekkín Gísladóttir. Reiðhallarnefnd: Heiðrún Halldórsdóttir formaður, Astrid Jóhanna Kristinsdóttir, Kristín Hanna Bergsdóttir, Lovísa Bragadóttir, Snævar Freyr Sigtryggsson, Þórunn Bjarnadóttir. Stjórn lagði fram þá tillögu að hafa trúnaðarmann barna í félaginu sem börn og foreldrar barna innan félagsins geti leitað til. Leitaði stjórn til Ernu Ingvarsdóttur sem samþykkti að vera trúnaðarmaður Ljúfs. Upplýsingar um hlutverk trúnaðarmanns og hvernig hægt er að hafa samband við Ernu verða settar á heimasíðu Ljúfs. Fundargerð aðalfundar mun koma inn á heimasíðuna á næstu dögum. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |