Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs var haldinn 17. febrúar 2022 í Grunnskólanum í Hveragerði.
Dagskrá fundarins var kosning varaformanns, gjaldkera og meðstjórnanda og hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var kosinn Halldór Guðmundsson og leiddi hann fundinn. Mættir voru 22 félagar og var fundurinn lýstur löglegur og rétt til hans boðað. Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2021. Reikningar voru yfirfarnir af skoðunarmönnum og samþykkti fundurinn reikningana. Sitjandi varaformaður, gjaldkeri og meðstjórnandi buðu sig öll fram til áframhaldandi setu í stjórn án mótframboða og voru þau því sjálfkjörin til tveggja ára. Stjórn Ljúfs: Formaður: Ragnhildur Gísladóttir Varaformaður: Erla Björk Tryggvadóttir Gjaldkeri: Cora Jovanna Claas Ritari: Þórunn Bjarnadóttir Meðstjórnandi: Snævar Freyr Sigtryggsson Varamaður í stjórn: Arnar Bjarki Árnason Varamaður í stjórn: Nicolas Gadanyi Nefndir Ljúfs 2022: Beitar- og mannvirkanefnd: Jóhann Ævarsson verður áfram formaður. Aðrir meðlimir eru Erla Björk Tryggvadóttir, Jóhann Pétur Jensson, Jón Guðlaugsson Nielsen, Sabine Bernholt, Þráinn Ævarsson, Ægir Guðmundsson. Ferða, skemmti- og fræðslunefnd: Astrid Jóhanna Kristinsdóttir, Erla Björk Tryggvadóttir, Nicolas Gadanyi, Ragnhildur Gísladóttir, Snævar Freyr Sigtryggsson. Mótanefnd: Erla Björk Tryggvadóttir, Jón Guðlaugsson Nielsen. Reiðveganefnd: Arnar Bjarki Árnason, Claudia Schenk, Cora Jovanna Claas, Geert Cornelis. Æskulýðsnefnd: Lovísa Bragadóttir, Mikkalína Mekkín Gísladóttir, Margrét Pollý Hansen. Reiðhallarnefnd: Astrid Jóhanna Kristinsdóttir, Heiðrún Halldórsdóttir, Jón Guðlaugsson Nielsen, Kristín Hanna Bergsdóttir, Lovísa Bragadóttir, Snævar Freyr Sigtryggsson, Þórunn Bjarnadóttir. |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |