Kæru Ljúfsfélagar,
Við viljum bjóða ykkur á almennan félagsfund í félagsheimili Ljúfs, Föstudaginn 29. nóvember kl. 18:00. Heiðraðir verða keppnisknapar félagsins auk stigahæstu Gæðinga og Íþróttaknapa félagsins í barna-, unglinga- og fullorðinsflokki. Vetrar & vor dagskrá Æskulýðs-, Móta og Fræðslu & Skemmtinefndar verður kynnt. Almennar umræður. Við hvetjum sem flesta til að mæta! Hér gefst tækifæri til að spjalla og koma með hugmyndir að starfi og viðburðum félagsins. Pantaðar verða pizzur fyrir fundargesti. Við minnum á félagasíðu Ljúfs á Facebook, endilega biðjið um aðgang þangað inn ef þið eruð ekki komin þangað nú þegar: Félagsmenn Ljúfs. Bestu kveðjur, Stjórn Ljúfs |
Viltu:
Ganga í Ljúf? Aðstoða í nefnd? breyta netfangi eða síma? fá aðgang að Worldfeng?Sendu tölvupóst á: [email protected] |